Færsluflokkur: Bloggar
3.9.2008 | 15:57
Akureyri
Fullt af gestum komu og fóru í sumar og bara búið að vera gott hér á Akureyri.
Ég held að þetta með að stytta leiðina sé farið að skila sér það komast orðið mun fleiri norður núna, og það verður að teljast mjög gott.
Kem svo með meira af myndum fljótlega, það er komið í lag þetta bilunar bull veiiiiiiiiii.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.9.2008 | 16:56
Bilanir hafa verið að ergja mig á þessu ......
Þeir sem selja þessa net þjónustu ættu að skammast sín, bara það að koma inn myndum hér hefur verið bölvað og ekki fyrir menn eins og mig.
Tek þó gleði mína aftur þegar það tekst og ég get sett inn nokkrar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.8.2008 | 00:21
kominn
Kominn til RVK og fer að komast á Akureyri, fer heim á morgun og þá í frí veiiiiiiii.
Það er komið að því að finna heimili handa stráknum hennar Emblu, enda er hann 9 vikna og það er víst góður tími til að fá annan eiganda.Stelpan er búin að fá nafn og heitir Freyja, fallegt nafn á sæta stelpu sem á að vera hjá okkur í Fögrusíðu ásamt Emblu.Já þær verða tvær saman Embla og Freyja þannig að við Andri erum komnir í enn meiri minnihluta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2008 | 00:14
bæ
Mikill gestagangur og afskaplega skemmtilegur gestgjafi hafa dregið alt fríið saman í einn dag, og nú er ég að fara aftur á sjó sem er alt of fljótt að því er mér finnst.
Samt er það nú þannig að alt tekur þetta enda og langa fríð stutt undan, og já Íris mín ef Gummi þrælar mér ekki út færðu nýtt vaskahús.
Sjáumst sem fyrst og gleðileg jól.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.8.2008 | 20:54
hæhó
Sælt veri fólkið, kominn heim eftir fjöruga bunu með óvissuferðum lhg.
Það er helst að frétta héðan að sú litla tapaði baráttunni og dó síðasta laugardag, það skilur okkur eftir full af allskonar minningum um lítið kríli sem sennilega var bara of lítið.
Hin tvö er mjög spræk og heilsast vel, sem sagt allir í stuði.
Andri Már er búinn að komast að því að það er hægt að detta á hausinn á skellinöðru,og er það gott að hann komst að því án þess að slasa sig stórvægilega.
Verð að setja meira inn þegar búið verður að tæma myndavélina..
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.7.2008 | 19:54
hér er ég hvar ert þú,,,?
Jæja ef miðað er við kvittanir er þrír að lesa þetta já eða fjórir, svo hæ Mamma, Gummi, Stína, og Einnar.
Hvolpar er enn fjórir og er ég að verða nokkuð bjartsýnn á þá stuttu, enda orðin 132gr og hin 450gr.
Sá græni er seldur og ekki fór hann á slæman stað, kaupandinn er Unnþór Vélstjóri og vona ég að bíllinn verði honum eins góður og mér. Mundu bara að þetta er bíll með sál, hann vill láta klappa sér og í staðin fer hann alltaf í gang.
Já Gummi þessi mynd var tekin í vetur,,,,,
Það eru að koma gestir að sunnan og viti menn það er víst ekki svo langt.
En til að koma sem flestum fyrir og sem næst okkur er ég búinn að setja upp gestahús.
það eru orðin tvö hjól á númerum á þessu heimili, enda er hann Andri Már í umferðaskólanum að mennta sig í skiltum og umferðareglum.
Aðrir eru í svaka stuði og hressir umfram meðallag, það er þó farið að styttast í þessu fríi og vinna framundan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.7.2008 | 18:49
sumar aftur....
Sæl öll, sú stutta er enn á lífi og nokkuð spræk þó hún hafi ekki verið að þyngjast sem skildi.
Sú stutta er orðin 94gr á móti 290gr sem systkini hennar eru orðin, þar má sjá að hún er ekki að stækka eins og maður vildi.
Það er komið sumar á Akureyri aftur og er því vel fagnað af öllum, einkum þó krökkunum í hverfinu sem þyrpast út í leiki.
Svo er það hún Íris mín sem er ný komin úr aðgerð, hún var sett í klössun og er nú haltrandi um húsið.
Anna María er að fara á annan leikskóla og skruppum við að prófa búnaðinn í dag, það er skemmst frá því að segja að þar virkar alt sem á að virka.
Garðurinn er að verða smá skrítinn, hel að það vanti hest í garðinn eða kind.....?
Nýtt albúm júl-ág-sept
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.6.2008 | 22:15
hvolpar,,,
Já það er stuð hjá okkur, enn eru þrír hvolpar tvær stelpur og einn strákur.
Hún er með okkur og virðist ætla að hafa þetta af, það er samt ekki orðið full víst og verður það ekki strax.
Stelpu greið er 58gr enn systir hennar er 132gr, strákurinn er 130gr.
Þannig að kannski skilur fólk hvað maður er að velta fyrir sér með þyngdina, hún er jú ekkert smá minni en hin.
það er nóg að gera hjá Írisi minni, hún vaknar með jöfnu bili á nóttunni og setur krílið á spena hjá Emblu og gefur henni smá með sprautu.
Þetta verður vonandi nóg til að hjálpa þessari písl að stækka og verða sjálfbjarga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
26.6.2008 | 10:02
kominn.......
Sæl öllsömul, þá er ég kominn af sjónum og fer als ekki að slappa af.
Þar sem að ég bað hana Emblu að gjóta ekki fyrr en ég væri kominn gerði hún það og skilaði hvolpum á heimkomudeigi, það komu fjórir en einn dó fyrir fæðingu.
Semsagt þrír hvolpar, frekar er ein stelpan nú samt lítil og er ég smá hræddur um hana.
Jæja þá er mál að hvíla sig smá ( íris búin að vaka í alla nótt yfir hvolpum og hefur ekki orku í að setja mig í verkefni hehe).
Þannig að ég mun setja fleiri myndir inn fljótlega, og svo er kaffi á könnunni ef þið eruð á leiðinni norður í sólina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.6.2008 | 23:25
Verkefnalistar
Verkefnalistar.
Það fer að verða nauðsinlegt fyrir hvern háseta að bátsmaðurinn sendi miða heim,
Á þessum miða getur til dæmis staðið.
Kæra frú maðurinn þinn var duglegur í þessum túr, vertu nú svo góð að leifa honum að slaka smávegins á í þessu stutta stoppi.
Þannig má kannski koma í veg fyrir þennan lista hér.
1. stæka pallinn fyrir framan húsið.
2. klippa runnana bakvið hús.
3. þvo og bóna bílinn.
4. henda gamla sjónvarpinu sem er um 100 kg.
5. koma fyrir 32 flatskjá og tengja.
6. vera til friðs og ekki nöldra.
Svo að sjá má að þetta er ekki svo galið með miða frá bátsmanni væri kannski nóg að hafa nr. 2. og 3. ha eða hvað, nr.6 er vonlaust.
Það skal tekið fram að Andri Már stóð sig með stakri prýði
Og hjálpaði öldruðum föður að klára verkið.
Já og hún Thelma er búin að kaupa sér hljómborð, safnaði sér sjálf fyrir þessu og er byrjuð að spila veiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii.
sjáumst..
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar